Jólasveinarannsóknin er upplögð til lestrar fyrir alla þá sem einhvern tímann hafa átt skó (eða stígvél) í glugga, alla þá sem hafa gaman af nýjum uppgötvunum og alla þá sem eiga einhvers konar snjalltæki. Benný Sif Ísleifsdóttir er þjóðfræðingur að mennt. Hún er því vel kunnug jólasveinahefðum og þjóðtrú um íslensku jólasveinana (og sem margra barna móðir þekkir hún vel til vinnulags jólasveina).