
Þinn eigin bjór leiðbeinir byrjendum jafnt sem lengra komnum um hvaðeina sem þarf til að brugga sinn eigin eðalbjór. Bókin inniheldur 100 fjölbreytilegar bjóruppskriftir úr víðri veröld ásamt aragrúa gagnlegra bruggráða og ljósmyndir leiða fólk af einu stigi á annað. Ítarlega er fjallað um sögu bjórgerðar, búnað og hráefni í sérstökum bókarhluta. (Heimild: Bókatíðindi)