Samtal um fordóma og forréttindi
Ewa Marcinek og Chanel Björk Sturludóttir í Inclusive Public Spaces

Frásagnir um fordóma | Hlaðvarp

Fyrir þér var þetta sakleysisleg saga, fyndinn brandari eða góðlátleg athugasemd.

Erum við tilbúin að ræða og skoða kerfisbundinn rasisma og mismunun í samfélaginu okkar, eða fyllumst við óöryggi og vitum ekki hvernig við eigum að orða hlutina af ótta við að segja eitthvað vitlaust? Hvernig bregst samfélagið við, þegar sagt er frá persónulegum upplifunum af mismunun?

Í hlaðvarpinu Inclusive Public Spaces ræðir fjölbreyttur hópur listamanna og rithöfunda um sínar persónulegu upplifanir af mismunun. Á einlægan og nærgætinn hátt, tala þau um mikilvægi þess að við festumst ekki í orðræðu sem einfaldar sýn okkar á samfélagið.

Hlaðvarpið er hluti af verkefninu Inclusive Public Spaces og er tilraun Borgarbókasafnsins til að flétta saman frásagnir, sem allar tengjast því að upplifa sig sem hluti af samfélagi og hvernig áhrif litarháttur og uppruni hafa á það. Viðmælendur eru:

Anna Wojtyńska, Chanel Björk Sturludóttir, Daría Sól Andrews, Ewa Marcinek, Helen Cova, Melanie Ubaldo, Nermine El Ansari og Wiola Ujazdowska. 

Hlaðvarpið Inclusive Public Spaces er á ensku og má nálgast hér að neðan, eða á helstu hlaðvarpsveitum. 


Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri – Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Category
UpdatedWednesday August 18th 2021, 11:39