Styrkþegar við athöfn í ráðuneytinu 28. febrúar.
Styrkþegar við athöfn í ráðuneytinu 28. febrúar.

Skapandi lestur - nýstárlegt íslenskunámskeið fyrir unglinga

Verkefnið Skapandi lestur hlaut á dögunum veglegan styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála. Um er að ræða samstarfsverkefni tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar og Borgarbókasafnsins Gerðubergi.
Boðið verður upp á nýstárlegt íslenskunámskeið í Gerðubergi fyrir unglinga á aldrinum 12 – 15 ára sem þurfa að þjálfa lestur og lesskilning. Markmiðið er að valdefla nemendur með því að leyfa þeim að skapa sína eigin lestrartexta, gefa þeim verkfæri til að dýpka orðaforðann og miðla þeim textum sem til verða á jafningjagrundvelli. Þá verður lokaafurð nemendanna skemmtiefni á íslensku og um íslensku á samfélagsmiðlum og útgáfa bókar með völdum lestrartextum, myndskreytt og hljóðsett af þeim. Bókin mun prýða hillur bókasafna undir merkjum unglingabókmennta og verður notuð sem námsefni fyrir næstu námskeiðslotur.

Námskeiðið hefst næsta haust og lýkur á vormánuðum 2024. Nánari upplýsingar verða settar inn á heimasíðuna er nær dregur hausti.

Gígja Svavarsdóttir og Þóra Björg Gígjudóttir hjá Dósaverksmiðjunni hafa umsjón með verkefninu ásamt Svanhildi Höllu Haraldsdóttur sérfræðingi hjá Borgarbókasafninu.

Category
UpdatedThursday March 23rd 2023, 16:04