Sögur - Bókaverðlaun barnanna tilnefningar 2023

Tilnefningar | Sögur - Bókaverðlaun barnanna

Árlega tilnefna börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar að hvaða ástæðu sem er. Börn af öllu landinu kusu á skóla- og almenningsbókasöfnum og hlutu alls 124 bækur kosningu. Þessi mikla dreifing atkvæða sýnir að börnin vilja breiða og fjölbreytta flóru barnabóka og að hver bók á sinn lesanda. Þann 16. apríl var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Borgarbókasafninu hvaða bækur stóðu upp úr, fimm frumsamdar og fimm þýddar barnabækur. 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar til Bókaverðlaun barnanna 2023:

Íslenskar barnabækur

 • Alexander Daníel Hermann Dawidsson - bannað að ljúga, Gunnar Helgason, myndir: Rán Flygenring
 • Hanni granni dansari, Gunnar Helgason, myndir: Rán Flygenring
 • Orri óstöðvandi : draumur Möggu Messi, Bjarni Fritzson, myndir: Þorvaldur Sævar Gunnarsson
 • Salka - tímaflakkið, Bjarni Fritzson, myndir: Þorvaldur Sævar Gunnarsson
 • Skólaslit, Ævar Þór Benediktsson, myndir: Ari H.G. Yates 
   

Þýddar barnabækur

 • Dagbók Kidda klaufa - meistarinn, Jeff Kinney. Þýðandi: Helgi Jónsson. 
 • Ekki opna þessa bók þú munt sjá eftir því, Andy Lee, myndir: Heath McKenzie. Þýðandi: Huginn Þór Grétarsson.
 • Fótboltastjörnur - Salah er frábær, Simon Mugford. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson.
 • Handbók fyrir ofurhetjur - Sjöundi hluti, Endurheimt, Elias og Agnes Våhlund. Þýðandi: Ingunn Snædal.
 • Hundmann og kattmann, Dav Pilkey. Þýðandi: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson.
   

Þessar tíu barnabækur munu keppa svo áfram í kosningu Sagna – verðlaunahátíð barnanna á vef KrakkaRÚV. Kosningarvefur Sagna var opnaður við lok tilnefningarathafarinnar og stendur kosningin til 30. apríl.

Tilkynnt verður um úrslit í hátíðardagskrá, Sögur – verðlaunahátíð barnanna sem verður sjónvarpað á RÚV laugardaginn 3. júní.

Category
UpdatedThursday April 18th 2024, 11:08
Materials