Bókmenntavefurinn | Stórar tilfinningar, hryllingur, leikgleði og ömmur

Á Bókmenntavefnum er nýleg umfjöllun um þrjár barnabækur sem eiga það sameiginlegt að hafa ömmu í persónugalleríinu og jafnframt að vera ríkulega myndskreyttar með texta sem er tilvalinn fyrir leikskólabörn eða nýlega læs börn. Það er Kristín Lilja sem rýnir í bækurnar Feluleikur eftir Lolitu Séchan og Camille Joudry í þýðingu Sverris Norlands,  Stóri Grrrrr - Þröskuldur þolinmæðinnar eftir Mary-Sabine Roger og Marjolaine Leray og Skemmtilega og skelfilega húsið hennar ömmu eftir Meritxell Martí og Xavier Salomó, báðar í þýðingu Elínar G. Ragnarsdóttur. Bækurnar skarta allar skemmtilegum persónum og litrófi tilfinninga segir í greininni Stórar tilfinningar, hryllingur, leikgleði og ömmur sem lesa má í heild sinni á Bókmenntavefnum.

Category
UpdatedWednesday December 18th 2024, 10:13