Samsett mynd. Polaroid mynd af Lóu Hlín og myndasaga eftir hana
Lóaboratoríum

Information about the event

Time
17:30 - 19:00
Price
Free
Target
Everyone
Past Events

Bókakaffi | Lóaboratoríum

Thursday September 21st 2023

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir (Lóaboratoríum) hefur verið sjálfstætt starfandi listamaður síðan 2005.

Margar fjörur hafa verið sötraðar á þessum 18 árum og hún komið víða við í listalífi landans sem teiknari, handrits- og rithöfundur, myndasöguhöfundur og tónlistarkona. Lóa er í hljómsveitinni FM Belfast, hefur skrifað áramótaskaupið þrisvar sinnum, teiknað fleiri en 30 bækur og er um þessar mundir að skrifa pistla og teikna myndasögur fyrir Heimildina, búa til myndlist og kenna skapandi skrif.

Gestum bókakaffis er boðið á óformlegan fyrirlestur og spjall með Lóu. Spurningar og frammíköll eru vel séð. Áhugafólk um grín, volk og vesen ætti ekki að missa af þessu tækifæri til að skyggnast inn í veröld manneskju sem er nógu brjáluð (eða vitlaus) að vilja starfa sem listamaður á Íslandi.

Öll velkomin!

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is

Materials