Information about the event
Fataskiptimarkaður
Gefðu fötunum þínum, sem hafa legið óhreyfð í fataskápnum í lengri tíma, nýtt líf og nýja eigendur á fataskiptimarkaði Sólheimasafns dagana 8.-16. júní og nældu þér í eitthvað nýtt í staðinn. Við mælum með hreinum og heilum fatnaði.
Græðum og græðum með endurnýtingu og hringrás hlutanna.
Fataskiptimarkaðurinn er hluti af markaðsröð í Borgarbókasafninu Sólheimum en það fagnar tvöföldu afmæli í ár. Annars vegar er útibú III, forveri Sólheimasafns 75 ára og hins vegar er Sólheimasafn sjálft 60 ára, en það opnaði í núverandi húsnæði 4. janúar 1963. Nýtni og græn gildi hafa ávallt einkennt starfsemi Sólheimasafns og svo verður einnig í ár. Boðið verður upp á fjölbreytta skiptimarkaði allt árið þar sem endurnýting og hringrásarhugsun verða í brennidepli.
Öll velkomin!
Viðburðurinn á Facebook
Sjá hér viðtal við Guðríði Sigurbjörnsdóttur, deildarstjóra í Sólheimum...
Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | 691 2946