Stúfur, mynd eftir Evu Ósk Harðardóttur
Stúfur, mynd eftir Evu Ósk Harðardóttur

Information about the event

Time
All day
Price
Free
Target
Everyone
Language
Öll tungumál
Literature
Children
Young people

Stúfur, hvar ertu? | Búum til lestrarkraft!

Monday November 3rd 2025 - Saturday November 29th 2025

 

Hvað erum við að fara að gera og hver geta verið með? Þetta er ótrúlega einfalt.

Málið er að Stúfur litli jólasveinn hefur ákveðið að leggja snemma af stað til byggða í ár og ætlar að hefja ferðina 3. nóvember. En það er engin venjulegur kraftur sem Stúfur gengur fyrir. Hann gengur nefnilega fyrir LESTRARKRAFTI. Og hvað er lestrarkraftur? Jú, það er kraftur sem verður til þegar við lesum bækur. Og við ætlum öll að hjálpa Stúfi með því að lesa helling í heilan mánuð.

Öll geta verið með bæði börn og fullorðnir. Við ætlum að lesa allskonar bækur.  Allir lesa/hlusta á sínum hraða. Þegar þið skilið bókunum, skrifið þið titlana á stóru trönuna við afgreiðsluna. Starfsfólk bókasafnsins sér svo um að telja bækurnar og skrá fjöldann í lestrarmælinn. Við höldum að við öll saman getum lesið ÞÚSUND bækur! Því meira sem við lesum og því fleiri sem eru með, því betur gengur Stúfi að komast til byggða!

Allir geta svo fylgst með ferðum Stúfs um Sólheimasafn og séð í leiðinni hversu margar bækur við erum búin er að lesa samtals.

 

Og hvað gerist svo? Jú, laugardaginn 29. nóvember kl 12:00 verður jólasögustund í Sólheimasafni og á eftir verður boðið uppá jólakakó- og kökustund. Þá fáum líka að vita hvort Stúfur hafi komist alla leið.

 

Og af hverju erum við eiginlega að þessu? Jú, við æfum okkur í að lesa og þegar við lesum, lærum við svo mikið í leiðinni, heyrum nýjar sögur, lærum glás af nýjum orðum, kynnumst nýju fólki, og heimurinn opnast fyrir okkur, meir og meir.

 

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Jóna Kristjánsdóttir

sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is | s. 411-6160