
Information about the event
Tónar og prjónar
Við munum eiga notalega samverustund þegar vinkonurnar og tónlistarkonurnar Sigrún Erla Grétarsdóttir og Birna Kristín Ásbjörnsdóttir flytja skemmtilega blöndu af jazz- og dægurlögum.
Hannyrðahópur í safninu alla fimmtudaga á þessum sama tíma og er því tilvalið að taka með sér prjónana eða aðra handavinnu og njóta á meðan góðar tónlistar - þótt auðvitað sé það alls ekki skilyrði!
Á efnisskránni verða sígildar íslenskar perlur eins og Heyr mína bæn, Ó þú, Vetrarsól og fleiri góðir smellir.
Um tónlistarkonurnar
Birna Kristín Ásbjörnsdóttir er píanóleikari með menntun í klassískum og rytmískum píanóleik og stundar nú nám við Listaháskóla Íslands. Hún hefur komið víða við í jazztónlist og semur auk þess og flytur möntru- og heilunartónlist.
Sigrún Erla Grétarsdóttir er söngkona með menntun í jazzsöng og rytmískri tónlistarkennslu. Hún hefur komið fram á fjölmörgum viðburðum og tónleikum og er virkur meðlimur Jazzkvenna, þar sem verk tónlistarkvenna á borð við Ellu Fitzgerald eru heiðruð.
Leiðir Sigrúnar og Birnu lágu saman í námi við Tónlistarskóla FÍH. Þar hófu þær samstarf sem þær hafa haldið áfram með reglulegum tónleikum og tónlistarflutningi.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Erla Grétarsdóttir sigrunerlag@gmail.com | sími 779 0180
Katrín Guðmundsdóttir, Borgarbókasafninu Spönginni
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6130