Information about the event

Time
11:00 - 18:00
Price
Free
Target
Children
Language
íslenska
Children

Haustfrí | Ratleikur í Sögubæ

Friday October 24th 2025

Sögubær er ný gata í Árbæ. Hún er ekki alveg eins og aðrar götur í hverfinu því hún þræðir sig um hillur bókasafnsins. Það lítur nefnilega út fyrir að nokkrar sögupersónur úr barnadeildinni hafi flutt úr bókunum sínum og inn í hillurnar. Þær eru búnar að koma sér vel fyrir í litlu húsunum sínum, skóginum sínum eða bara fyrir utan heima hjá sér og láta lítið fyrir sér fara.

Það eru tíu hús sem standa við Sögubæ og þau eru merkt með húsnúmeri, rétt eins og húsin sem við búum í. Við hvert heimili er vasaljós og stækkunargler sem þið gætuð þurft á að halda, því nú bjóðum við ykkur að taka þátt í pínulitlum ratleik um Sögubæ. Þið fáið blað með svarmöguleikum en spurningarnar verðið þið að finna sjálf. Spurningarnar geta leynst í húsunum, utan á þeim, inni á heimilunum eða jafnvel úti í skógi! Þið munið örugglega finna allar spurningarnar (og allar sögupersónurnar) ef þið bara leitið vandlega.

Öll velkomin.


Kynnið ykkur heildardagskrá Borgarbókasafnsins í haustfríinu!

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir, sérfræðingur
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250