Hannyrðastundir

 

Ertu með eitthvað á prjónunum? Ertu að hekla fallegt sjal eða sauma út púða?

Gestir geta bókað að þegar hlátrasköllin glymja og þjóðfélagsmál, jafnt sem dægurmál eru brotin til mergjar, þá er hannyrðastund á bókasafninu. Öll sem vilja, byrjendur og lengra komin, eru velkomin í notalega stundir, við spjöllum um daginn og veginn, fáum okkur kaffi og sinnum handavinnunni í góðum félagsskap. Engin skráning - bara mæta! 

Við eigum til mikið úrval af alls kyns bókum og tímaritum um handavinnu sem hægt er að sækja innblástur í, lesa á safninu og korthafar geta fengið lánað heim. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af því sem til er en mun fleiri má finna í hillum safnsins. 

 

 

útsaumur

Spöngin 

Hittumst í grænu sófunum á annarri hæð, alla fimmtudaga kl. 13.30 - 14.30.

spongin@borgarbokasafn.is | 411 6230

 

 

 

Hannyrðastund í Gerðubergi

Úlfarsárdalur

Eigum saman notalega stund í Smiðjunni, alla þriðjudaga kl. 13:00 - 15:00

ulfarsa@borgarbokasafn.is  | 411 6270

 

 

 

Hannyrðastund í Úlfarsárdal

Gerðuberg | Handverkskaffi í opinni dagskrá

Engin skipulögð dagskrá, en það verður kveikt á hljóðnemanum ef einhver skyldi vilja kveða sér hljóðs svo búast má við óvæntum uppákomum s.s. kynningum, prjónasögum, prjónaspurningum og fleira skemmtilegu. 

Við hittumst mánaðarlega kl. 14:00 - 16:00.
21. janúar
18. febrúar
25. mars
22. apríl

gerduberg@borgarbokasafn.is | 411 6170

 

Þrír hannyrðaklúbbar hittast í Borgarbókasafninu Árbæ en eru fullsetnir eins og er. 
 

Sjálfstæðir hannyrðaklúbbar

Langar þig að stofna þinn eigin hannyrðaklúbb í samstarfi við bókasafnið? Þá er um að gera að hafa samband og við finnum honum góðan stað og heppilega tímasetningu. 

Einnig geta „heimilislausir“ hannyrðaklúbbar tyllt sér niður á safn að eigin vali þegar grípa á í prjónana eða útsauminn. Gott er þó að tala við starfsmann áður ef hópurinn er fjölmennur til að vera viss um að það skarist ekki á við aðra dagskrá í húsinu. 

Nánari upplýsingar veita starfsmenn á söfnunum en einnig er hægt að hringja eða senda línu í tölvupósti.

Materials