Aðgengi | Borgarbókasafnið Sólheimum

Almenningssamgöngur 

Strætó nr. 5 og 14 stoppa í nágrenni safnsins. 

Hjólastæði 

Hjólastæði fyrir 8-10 reiðhjól eru nálægt inngangi. 

Bílastæði og inngangur 

Bílastæði eru á bak við safnið og aðkoma fyrir fatlaða að húsinu er ágæt. 

Barnavagnar 

Bókasafnið er lítið og því betra að geyma barnavagna og kerrur fyrir utan. 

Salerni 

Eitt salerni er á staðnum en því miður bjóðum við ekki upp á sérstaka aðstöðu fyrir fatlaða. 

Nestisaðstaða

Notendum er velkomið að snæða nesti við borð á lessvæði 

Hljóðvist og lýsing 

Almenningsbókasöfn eru oft á tíðum erilsöm enda staður fyrir fólk að koma saman á. Talsvert er um heimsóknir skólahópa og ýmis konar viðburðir í boði, jafnt á virkum dögum sem og um helgar. Auk þess er safnið okkar í Sólheimum lítið og því getur næði verið af skornum skammti síðla dags þegar barnafjölskyldur koma saman í safninu. Þess utan er tilvalið að tylla sér niður við lærdóm eða lestur og er lýsing víðast ágæt. Hljóðvistin í safninu er ágæt. Engin lokuð rými eru í boði fyrir notendur en þar er þó að finna nokkur góð afdrep. Píphljóð berst frá sjálfsafgreiðsluvélum. Ledljós er í loftum. Ljósaseríur eru í gluggum yfir dimmustu mánuðina.  

Safnið er lítið og getur því getur næði verið af skornum skammti síðla dags þegar barnafjölskyldur koma saman í safninu. Þess utan er tilvalið að tylla sér niður við lærdóm eða lestur og er lýsing víðast ágæt. 

Leiðsöguhundar eru velkomnir á safnið

  

Nánari upplýsingar veitir:

Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | 411 6160