Barnamenningarhátíð 2023

Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 18. til 23. apríl.
Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.    

Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í skólum, menningarstofnunum, listaskólum og víðar. Borgarbókasafnið er mikilvægur vettvangur hátíðarinnar sem í ár er tileinkaður viðburðum um frið. Þá er einnig lögð sérstök áhersla á viðburði í Grafarvogi.

Dagskrá Barnamenningarhátíðar 2023 á Borgarbókasafninu:

Borgarbókasafnið Grófinni:
Heilbrigð náttúra, 17. - 24. apríl, sýning á verkum barna. 
Þúsund trönur - origami smiðja, laugardaginn 22. apríl og sunnudaginn 23. apríl kl. 13:00-16:00.
Lifandi bókasafn með AFS skiptinemum, sunnudaginn 23. apríl kl. 13:00-15:00

Borgarbókasafnið Kringlunni:
Samband manns og lífríkis, sýning á listaverkum barna 18.-23. apríl.

Borgarbókasafnið Árbæ:  
Leikur að bókum, með Birte og Immu, hentar börnum frá 3 ára aldri, sunnudaginn 23. apríl kl. 13:00-14:00.

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal:  
Fjöltyngd tónlistarstund fyrir krílin með Tónagulli, lögð er áhersla á samveru og gleði fyrir yngstu krílin, hentar börnum frá 0-3 ára, þriðjudaginn 18. apríl kl. 10:30-11:30.
Trúðafjör með Silly Suzy og Momo, miðvikudag 19. apríl kl. 17:00-17:45, fyrir 4-9 ára börn.
Sundlaugadiskó, miðvikudag 19.apríl kl. 17:30-19:00, í innilaug Dalslaugar, frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Síðan er tilvalið að skella sér í náttfötin eftir diskóið og mæta á sögustund.
Sögustund á náttfötunum, miðvikudaginn 19. apríl kl. 18:30-19:00, öll börn, bangsar og tuskudýr velkomin.

Borgarbókasafnið Gerðubergi:
Sýning á hljóðeinangrunarskjöldum sem börn á frístundaheimilum í Breiðholti hafa búið til, 19. - 24. apríl. Skildirnir eru einstaklega litríkir og fallegir og vel fallnir til að dempa hljóð á líflegum frístundaheimilum.

Friðarliljan í hnappagatinu er hin árlega Ævintýrahöll sem verður að þessu sinni staðsett í Borgarbókasafninu Spönginni helgina 22. - 23. apríl. Viðburðir fyrir börn og fjölskyldur allan daginn frá kl. 10:30-16:00 báða daga.

Jafnframt eru tvær sýningar á verkum barna í Spönginni: Friður í freyðibaði, samsýning leikskólabarna 18.-28. apríl og Náttúra, tækifæri, friður sem er sýning á verkum nemenda í grunnskólum í Grafarvogi sem hafa rannsakað nærumhverfi sitt. Markmið verkefnis er að styrkja sjálfsmynd og gagnrýna hugsun nemenda og trú þeirra á eigin getu og styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, eykur áhuga og meðvitund ungs fólks á náttúrufræði og sjálfbærni. Sýningin mun standa frá 18. til 29. apríl.

Fjörleg, falleg og friðsæl samvera á Barnamenningarhátíð í Borgarbókasafninu um alla Reykjavík.

Verið öll hjartanlega velkomin!


Sjá alla dagskrá á Barnamenningarhátíð HÉR. 
 

Nánari upplýsingar veitir: 
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs 
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411 6146