
Um þennan viðburð
Sumarsmiðja | Græna listasmiðjan fyrir 13-16 ára
Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.
Staðsetning: Okið
Í smiðjunni vinnum við með alls konar efni sem finna má í nánasta umhverfi og umbreytum þeim í listaverk undir leiðsögn Victoriu Björk. Við munum einnig endurhugsa rými OKsins með það að markmiði að gera það “grænna” og listvænt. Í lokin breytum við rýminu í listgarð með listaverkunum sem verða til í smiðjunni.
Smiðjan er kennd á íslensku, ensku og pólsku.
Victoria Björk er myndlistarkona og er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskola Íslands. Lukas Gregor Bury er sérfræðingur ungmennastarfsins og OKsins í Borgarbókasafninu.
Sjá viðburð á Facebook hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Lukas Gregor Bury, sérfræðingur
lukas.gregor.bury@reykjavik.is | 411 6187