
Um þennan viðburð
Sumarsmiðja | Dúkristu- og bókbandssmiðja fyrir 13-16 ára
Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.
Staðsetning: Okið
Í smiðjunni kynnir Tóta Kolbeinsdóttir okkur fyrir prentlistinni. Hver þátttakandi gerir sína eigin dúkristu. Og síðan lærir hópurinn bókbandsaðferðir og býr til safnmöppu með öllu prentefninu sem búið var til í smiðjunni.
Smiðjan er kennd á íslensku, ensku og pólsku.
Tóta Kolbeinsdóttir er myndlistarkona og er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Lukas Gregor Bury er sérfræðingur ungmennastarfsins og OKsins í Borgarbókasafninu.
Prent og vinir var stofnað sem færanlegt listamannarekið prentverkstæði, en hefur nú höfuðstöðvar sínar í Laugarnesinu. Meðlimir hópsins hafa verið áberandi í listheiminum undanfarin ár.
Sjá viðburð á Facebook hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Lukas Gregor Bury, sérfræðingur
lukas.gregor.bury@reykjavik.is | 411 6187