Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Aldur
14-19 ára
Ungmenni

Frjálst flæði | Spuna- og leiklistarklúbbur

Mánudagur 3. október 2022

Alla mánudaga kl. 16:00 - 17:30 í OKinu, Borgarbókasafninu Gerðubergi
Fyrsti hittingur er 19. september.

Í klúbbnum er boðið upp á spuna og leik og við fáum að kynnast ýmsum leiklistaraðferðum, svo sem spunaleikhúsi (ýmsum aðferðum) frásagnar-, götu- og þátttökuleikhúsi. Einnig verður farið í búningagerð og leikmyndahönnun og kynntar aðferðir til að semja og skapa saman leikhúsverk. Leiklistarklúbburinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 14-19 ára. Kennslan fer fram á einfaldri íslensku og er opin öllum sem vilja kynna sér töfra leikrænnar tjáningar sem byggir brú á milli tungumála og menningarheima. 

Þekktir sviðslistamenn koma í heimsókn, þ.á.m. Vigdís Hafliðadóttir í hljómsveitinni Flott sem verður með námskeið í spunatækni og leikarinn Vilhelm Neto sem verður með uppistand- og spunanámskeið.

Eftir áramótin verður svo haldið áfram og ákveðið efni í leiksýningu eða gjörning fyrir vorið 2023. 

Leiklistarklúbburinn er settur á laggirnar með styrk úr sjóði Evrópuárs unga fólksins.

Evrópuár unga fólksins

Skráning fer fram hér að neðan.

Nánari upplýsingar veitir:

Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu
olof.sverrisdottir@reykjavik.is | s. 664 7718