Um þennan viðburð
Sýning | Heimsókn til Vigdísar
Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar er gestum á öllum aldri boðið að ganga inn í söguheim bókarinnar Vigdís. Bókin um fyrsta konuforsetann. Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, hannar sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra. Segja má að veröld Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna kjörin forseti í heiminum, lifni við og gestir fá að kíkja í heimsókn og spegla sig í þeim gildum sem hún hefur alla tíð lagt svo mikla áherslu á, jafnt í lífi sem starfi. Sjón er sögu ríkari!
Hugsaðu stórt!
Getur hver sem er orðið forseti? Skiptir máli að eiga sér fyrirmynd? Getum við sjálf orðið fyrirmynd annarra? Hvernig getum við ræktað okkar innri mann og um leið okkar eigin menningu?
Á sýningunni gefst tækifæri til að takast á við stórar spurningar sem þessar með börnum og ungmennum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem verður í boði á sýningartímanum.
Sýningarstjórn er höndum Emblu Vigfúsdóttur og Ránar Flygenring.
Aðstoð við uppsetningu og umsjón með leiðsögnum er í höndum Svanhildar Höllu Haraldsdóttur og Helga Gríms Hermannssonar.
Sýningin er opin á opnunartíma safnsins. Sjá opnunartíma hér.
Nánari upplýsingar um Rán Flygenring:
www.ranflygenring.com
www.facebook.com/ranflygenringillustrator
www.instagram.com/ranflygenring
Langar þig að fræðast meira um Vigdísi Finnbogadóttur? Smelltu hér.
Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.
Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is