Um þennan viðburð
Sumarprjónagleði | Litríkar hugmyndir og garnskipti
Verið velkomin á sumarprjónagleði í Gerðubergi þar sem við fögnum nýrri árstíð og sumarlegum prjóna/hekl verkefnum.
Viðburðurinn fer fram inni á bókasafninu í Gerðubergi.
Linda Eiríksdóttir, Barbaknit, er mörgum prjónurum kunn. Hún heldur úti skemmtilegu podkasti á Youtube og hefur í áraraðir unnið með hinum litríka prjónahönnuði Stephen West. Linda er snillingur í að velja saman liti og deilir með okkur góðum hugmyndum að sumarverkefnum. Linda hefur komið víða við, tekið þátt í prjónahátíðum erlendis, prjónagraffað heilan strætó og stýrt prufuprjóni fyrir útgáfur á mynstrum og svo mætti lengi telja.
Hvað er gott að prjóna á ferðalögum? Hvaða garn er gott fyrir sumarflíkur?
Einnig verður garnskiptimarkaður á svæðinu og allar tegundir af garni eru velkomnar á markaðinn, hægt er að skipta sín á milli eða einfaldlega gefa og þiggja. Afgangsgarn ratar í Rauða krossinn.
Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170