Umsóknarkaffihús

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Fræðsla

Umsóknarkaffihús Student Refugees Iceland

Fimmtudagur 2. febrúar 2023

Einn fimmtudag í mánuði býður Student Refugees Iceland flóttafólki og hælisleitendum upp á aðstoð við að sækja um háskólanám á Íslandi. Engin skráning er á viðburðina og öll velkomin. 
Kaffi, sætabrauð og notaleg kaffihúsastemning. 

Student Refugees Iceland er verkefni á vegum Landssambands íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem leitast er við að aðstoða flóttafólk og hælisleitendur við að sækja um nám í háskólum á Íslandi. Verkefnið er byggt á hugmyndinni um að menntun sé mannréttindi og eigi að standa öllum til boða. Student Refugees Iceland leitast við að veita allar viðeigandi upplýsingar um hvernig eigi að uppfylla kröfur og sækja um háskólanám á Íslandi.

Umsóknarkaffihús verða haldin eftirfarandi fimmtudaga á fyrstu hæðinni á Borgarbókasafninu Grófinni kl. 16:30 - 18:30. 
3. Nóvember
1. Desember
12. Janúar 
2. Febrúar 
2. mars
19. Apríl (ath. miðvikudagur)


Student Refugees Iceland á facebook
Viðburður á facebook


Fyrir nánari upplýsingar: 
info@studentrefugees.is