Two speech bubbles on a gradient background, both containing grawlix symbols implying curse words.

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Aldur
13-17
Fræðsla
Spjall og umræður
Ungmenni

Rifrildi fyrir byrjendur og lengra komna

Miðvikudagur 27. september 2023

Lærðu að láta taka þig alvarlega!

Ert þú að þreytast á að enginn hlusti á þig? Að springa af pirringi en getur ekki tjáð hann? Mætirðu ósanngirni en þegar þú talar um það gerir fólk ráð fyrir að þú sért að ýkja?

Komdu og kynnstu leiðum til að láta taka þig alvarlega. Lærðu að segja það sem þú meinar við fjölskyldu og vini, að svara fyrir þig meðal jafningja, að rífast á netinu og meira að segja hvernig á að höndla lélegan kennara eða yfirmann.

Védís Huldudóttir heldur fyrirlestur og stýrir umræðum og spjalli. Hún man hvernig var að vera unglingur, og vill hjálpa þér að lifa það af.

SKRÁNING ER NAUÐSYNLEG, takmarkað pláss er á viðburðinn. Skráningarform er hér að neðan.

Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir, sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | ✆ 411-6237