
Um þennan viðburð
Inngangur að Ableton Live með Mikael Lind
Langar þig að byrja að semja eigin tónlist í Ableton Live? Viltu færa lögin þín upp á næsta stig?
Í þessu námskeiði fer tónskáldið Mikael Lind yfir grunnatriðin sem kunna þarf til að komast af stað í tónlistarforritinu Ableton Live. Hann kynnir jafnframt ýmsa skapandi möguleika og galdra forritsins fyrir þátttakendur til að þróa sín eigin lög enn frekar.
Hámark 12 manns geta sótt námskeiðið og því er nauðsynlegt að skrá sig.
Sjá skráningarform hér neðar á síðunni.
Mikael hefur notað Ableton Live daglega síðan árið 2009. Hann er sænsk-íslenskt tónskáld með yfir 30 ára reynslu í raftónlist og mastersgráðu í raftónlist frá Háskólanum í Edinborg. Hann kennir einnig við Listaháskóla Íslands og hefur flutt eigin tónlist á tónleikum um allan heim.
Nánari upplýsingar veitir:
Valgeir Gestsson, sérfræðingur í tónlistadeild
valgeir.gestsson@reykjavik.is | 411 6100