Liðnir viðburðir
Fræskiptimarkaður
Mánudagur 13. febrúar 2023 - Laugardagur 18. mars 2023
Nú er rétti tíminn til að huga að sáningu fyrir matjurtum og blómum. Ekki er þörf á að sá miklu á hverjum tíma og því sitja ræktendur oft uppi með slatta af fræjum sem vilja fara forgörðum. Þá er tilvalið að mæta með þau á fræskiptimarkaðinn í Borgarbókasafninu Sólheimum. Þar er gott úrval af fræjum og tilvalið að næla sér í nokkra pakka. Eins er þar að finna gagnlegar upplýsingar um sáningu og vaxtarrými.