Gunnþórunn Guðmundsdóttir
Gunnþórunn og minningarnar

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Fræðsla
Kaffistundir

Fræðakaffi | Minningar, varðveisla og sjálfsmynd

Mánudagur 30. september 2024

Hvernig varðveita bréf, dagbækur og aðrir hlutir fortíðina? Hvernig breytist sú varðveisla með stafrænni tækni?

Í fyrirlestrinum verður fjallað um tengsl minninga, varðveislu og sjálfsmyndar. Rýnt verður í sjálfsævisögur og endurminningar víða að og kannað hvernig höfundar vinna með efnislega hluti úr fortíð til að skapa frásögn og skoða eigið sjálf. Spurt verður hvernig bréf, dagbækur og aðrir hlutir varðveita fortíðina og hvernig sú varðveisla breytist með stafrænni tækni.

 Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hennar rannsóknarsvið eru sjálfsævisöguleg skrif, samtímabókmenntir og minnisfræði. Hún hefur gefið út fjölda bóka og greina um þessi efni hér heima og á alþjóðlegum vettvangi.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, sérfræðingur
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230