Jólasveinn í Borgarbókasafninu Grófinni

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 15:45
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Umhverfisvænir jólasveinar | Skógjafir og hringrásahagkerfið

Sunnudagur 27. nóvember 2022

Jólaskemmtun á vegum Ungra umhverfissinna. 

Fjörugir jólasveinar bregða á leik og taka við leikföngum og öðru sem börn og foreldrar vilja koma áfram í jólasveinahringrásina. Jólasveinarnir vilja nefnilega verða umhverfisvænni og langar að gefa dótið áfram til annarra barna þegar þeir fara á kreik að gefa í skóinn. 

Jólaveran Hafraþamba kíkir í heimsókn. Hún er grænkeri og hefur verið lagin að benda bræðrum sínum á hvernig þeir geta verið umhverfisvænni og kenna þeim nýja siði. 

Með jólaveinunum og Hafraþömbu verður tónlistarmaðurinn og umhverfissinninn Jökull Jónsson. Saman taka þau jólalög og sýna þannig hvernig við getum gefið gjafir sem eru góðar fyrir bæði umhverfið og jólaandann með tónlist og söng.


 Í lokin býður Hafraþamba að upp á gómsætt hafrakakó til að ylja gestum áður en lagt er af stað af stað út á Austurvöll þar sem tendruð verða ljós á Oslóartrénu, sem líka hefur tekið umhverfisvænum stakkaskiptum.

Hægt verður að skrifa niður hugmyndir fyrir jólasveina, að umhverfisvænum skógjöfum, á sérstakri starfsstöð jólasveina. Starfsstöðin verður opin og aðgengileg fram til jóla, bæði til að koma með skógjafir, og ekki síst fyrir jólasveinana og til að sækja skógjafir. 

Viðburðurinn er styrktur af Jólaborginni.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastafs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146