Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
10-15 ára
Börn
Tónlist

Skemmtileg tónlistarsmiðja fyrir 10 -15 ára

Laugardagur 25. mars 2023

Kynning á hljóðsmölun, lúppum og effectum í gegnum forritið Koala Sampler. Engin fyrri reynsla nauðsynleg. 

Hljóðum smalað, breytt og bjagað, spilað saman í litlum hópum og allir búa til sínar eigin lúppur eða kafla.

Þátttakendur eru hvattir til þess að koma með áhugaverða hljóðgjafa til þess að smala (sampla) hljóðunum frá þeim. Hlutir, efni, hvað sem er sem gefur frá sér hljóð, hvernig hljóð sem er. Við munum líka nota fundna hluti á safninu og eigin rödd.

Taktur, hljóðvitund, samspil, skemmtun og flæði eru lykilorð smiðjunnar.

Spjaldtölvur og allar græjur á staðnum. 

Fullbókað er á námskeiðið. Það er hægt að skrá sig á biðlista með því að senda póst á bjarnason.markus@gmail.com.

Það má koma með sína eigin spjaldtölvu eða snjallsíma með Koala Sampler uppsettu. 
 

Smiðjan er partur af rannsóknarefni Markúsar Bjarnasonar, nema  í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands.

Partur af smiðjunni er verið að skoðað viðmót og reynslu notanda af samspilsumhverfi þar sem eingöngu er unnið með umhverfishljóð hljóðfærisins í aðdraganda samspils. Þátttakendur í smiðjunni fá stutta spurningakönnun í byrjun og enda námskeiðs. Öll svör eru nafnlaus og órekjanleg. Hljóðupptökur frá smiðjunni verða kannski notaðar að hluta í rannsókninni en verða órekjanleg.

Niðurstöður viðmótskönnunarinnar verða þáttur í undirbúningi hönnunar á nýju samspilshljóðfæri þar sem áherslan er á  hljóðsmölun, samspil, og sköpun.