Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
7-10
Tungumál
Íslenska
Börn

Scratch: Tölvuleikjasmiðja

Laugardagur 9. nóvember 2024

Sérfræðingar frá Skema í HR mæta á bókasafnið og kenna krökkum grunnforritun og helstu hugtök tölvuleikjahönnunar með Scratch. Nemendur búa til einfalda tölvuleiki, hanna persónur og umhverfi ásamt því að forrita.

Skráning er hér fyrir neðan. 

Scratch er ókeypis forritunarumhverfi sem er aðgengilegt á netinu. Því geta nemendur auðveldlega haldið áfram að fikta og læra að forrita þegar heim er komið. Scratch er aðgengilegt á íslensku.

Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir, sérfræðingur
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 627

Merki