Karl James að undirbúa sápukúlusmiðjuna

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 17:00
Verð
Frítt
Staður
Framan við Gróðurhúsið á Lækjartorgi
Hópur
Fyrir öll
Börn
Skapandi tækni
Ungmenni

Sápukúlusmiðja á Lækjartorgi

Föstudagur 14. maí 2021

Langar þig að læra að gera svona risastórar sápukúlur eins götulistafólkið og YouTuber-stjörnurnar?

Þau Anna og Kalli frá Reykjavík Tool Library og Verkstæðum Borgarbókasafnsins ætla að taka höndum saman og kenna ykkur allt sem þið þurfið að vita til að „sápukúla“ og slá í gegn í næsta fjölskylduboði, bekkjarskemmtun eða bara á göngugötunum í sumar.

Farið verður yfir hvaða sápuformúlur virka best í íslenskri veðráttu, við gerum kúlumót úr endurunnu efni og þekjum svo himininn yfir Lækjartorgi með glitrandi sápukúlum í öllum regnbogans litum.

Smiðjan er á dagskrá Barnamenningarhátíðar og verður haldin fyrir utan Gróðurhúsið á Lækjartorgi.Við munum hafa nóg efni fyrir átta þátttakendur til að blanda í einu, svo það er betra að skrá sig snemma! Fjölskyldum og vinum þeirra sem skráðir eru er velkomið að fylgjast með og taka þátt í sápukúlugerðinni á eftir, en við biðjum alla að halda öruggri fjarlægð, skiptast á og nota hanska og grímur þegar mögulegt er.

Risasápukúlur eru þekktar fyrir að draga að börn sem vilja prófa sjálf!

Ef veður leyfir ekki sápukúlugerð styttum við smiðjuna og förum yfir grunnatriðin svo þið getið búið til formúluna heima við betri aðstæður.

Öll velkomin, á hvaða aldri sem er!

Borgarbókasafnið starfrækir útibú í gróðurhúsinu á Lækjartorgi 3. – 14. maí 2021. Öllum er boðið að koma og hitta okkur og kynnast því fjölbreytta starfi sem fer fram á bókasafninu um alla borg, alla daga. En líka að gleðjast og fagna sumrinu með okkur. Því bókasafnið snýst um svo miklu meira en bara bækur.

Nánari upplýsingar veitir:

Karl James Pestka, verkefnastjóri
karl.james.pestka@reykjavik.is