
Um þennan viðburð
Krílasirkus
Komdu og upplifðu ævintýri sirkusheimsins!
Hringleikur býður upp á fríar sirkus smiðjur fyrir 3-5 ára börn. Börnum og foreldrum er boðið að prufa saman ýmis sirkusáhöld, hreyfa sig og leika saman. Sirkus smiðjurnar eru 45 mínútur og innifalið í því er sameiginleg upphitun með söng, sirkustrikk, þrautabraut og frjáls tími.
Þessi viðburður er hluti af sirkus-viðburðaröðinni Side-Flipp, sem hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði og Reykjavíkurborg og er í samstarfi við Sirkusfélagið Hringleik og Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Allar dagsetningar:
Grófin
3. Maí 13:30-14:30
10. Maí 13:30-14:30
Gerðuberg
17. May 13:30-14:30
24. May 13:30-14:30
Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411-6187