Um þennan viðburð

Tími
15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Aflýst | DragStund | Starína les sögur

Miðvikudagur 5. ágúst 2020 - Laugardagur 8. ágúst 2020

Öllum viðburðum á Hinsegin dögum hefur verið aflýst að svo stöddu.

Dragdrottningin Starína les og skemmtir börnunum á Hinsegin dögum! Starína er barnvænasta dragdrottning Íslands og hefur síðastliðið ár glatt börn með því að lesa fyrir þau. Afhverju? Því lestur er bestur.

Athugið mismunandi tímasetningar og staðsetningar.

  • 5. ágúst: 15:00-16:00 – Bókabílllinn við Ráðhúsið – Tjarnargötu
  • 6. ágúst: 13:30-14:30 – Borgarbókasafnið Grófinni – Tryggvagötu
  • 7. ágúst: 13:30-14:30 – Borgarbókasafnið Kringlunni
  • 8. ágúst: 15:00-16:00 – Bókabíllinn við Ráðhúsið – Tjarnargötu

Eftir lesturinn er hægt að heilsa og láta taka myndir af sér með Starínu. Starína sigraði Dragkeppni Íslands árið 2003, kom fram með Hommaleikhúsinu Hégóma og fjöllistahópnum Drag-Súgi og hefur margoft glatt áhorfendur í gleðigöngu Hinsegin daga með glæsilegum og metnaðarfullum vögnum.

Verið öll velkomin!