Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:15
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

KVEIKJA | Að skrifa fyrir leikhús

Miðvikudagur 16. mars 2022

 

Whatever inspiration is, it´s born from continuous I don´t know –
Wislawa Szymborska

 

Kveikja er hugvekja lista og fræða um eld, innblástur, skynjun og sköpunarferli. Hvað kveikir ljós og jafnvel bál, hver er ljósmóðir/faðir listaverks?

Prómeþeifur færði fórn þegar hann stal eldinum frá guðunum og gaf mannfólkinu að gjöf. Eftir það var hann fjötraður við klett og örn át úr honum lifrina dag hvern til að refsa honum. En á hverri nóttu greri lifrin aftur.

Önnur Kveikja ársins verður haldin miðvikudaginn 16. mars kl. 17.15 í Borgarbókasafninu Kringlunni. Þar munu listamennirnir Ingibjörg Magnadóttir og Friðgeir Einarsson fjalla um listina að skrifa fyrir svið, bæði gjörninga- og leikhúslist, en þau hafa bæði innsýn og reynslu af performatívum skrifum. 

Hér er fjallað um kveikjur í lífi og list, um eldspýtur, gjafir, fórnir.

 

Gestir:

Ingibjörg Magnadóttir vinnur einna helst með gjörningaformið í list sinni og hefur þróað leikhús-tengd verk, sem sameina svið gjörningsins, hefðbundins og tilraunakennds leikhúss. Hún skrifar sjálf handrit verka sinna. Viðfangsefni verka Ingibjargar eru gjarnan tengd hugmyndum um almættið, tengsl mannsins við hið andlega svið, við sjálfan sig og aðra. Hún vinnur einnig með klassísk efni – ástina, dauðann, sorgina, óttann og aðrar tilfinningar mannsins. Hún hefur haldið fjölda sýninga innanlands og á alþjóðavettvangi. Ingibjörg Magnadóttir útskrifaðist með B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og stundaði síðar nám í leikhús-skólanum Akademi for Scenekunst í Fredriksstad í Noregi. Árið 2015 lauk hún M.A. námi í ritlist við HÍ með áherslu á leikritun. 

Friðgeir Einarsson er rithöfundur og sviðslistamaður, búsettur í Reykjavík. Hann hefur skrifað skáldskap, sent frá sér fjórar bækur og tekið þátt í uppsetningu fjölmargra leiksýninga með hinum ýmsu hópum ýmist sem leikari, leikstjóri eða leikskáld. Leikverk hans, Club Romantica, fékk Grímuverðlaun árið 2019 sem besta leikrit.
Sjá viðburð á Facebook.

KVEIKJA er röð hugvekja um innblástur, skrif, skáldskap, leikhús, hugsun, skynjun og sköpun.

Umsjón: Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri | bókmenntaviðburðir
soffia.bjarnadottir@reykjavik.is