Um þennan viðburð
Bókajól | Barnadagskrá í Úlfarsárdal
Bókajól á öllum söfnunum!
Taktu frí frá áreiti og neyslu og njóttu aðventunnar í faðmi nýútkominna bóka! Borgarbókasafnið býður upp á aðventuupplestra á öllum söfnum sínum, með mismunandi þema. Þrír höfundar lesa upp á hverjum stað og boðið er upp á kakó eða súpu, eftir því hvort lesið er upp í hádeginu eða eftirmiðdaginn.
Í Úlfarsárdal verður boðið upp á Barnadagskrá
Barnvæn og skemmtileg dagskrá í Úlfarsárdal þar sem þrír rithöfundar lesa upp úr nýjum barnabókum. Viðburðurinn fer fram í Jólaþorpinu sem sprettur upp þennan dag milli 14:00 og 18:00, á torginu á milli Fram og Miðdals (Borgarbókasafn og Dalslaug).
Boðið verður upp á jólavarning og heitt súkkulaði. Fjölskyldur og vinir geta tekið þátt í fjölskylduratleik og svo koma jólasveinar!
Upplestrardagskrá:
Þórarinn Eldjárn - Hlutaveikin / Dótarímur
Rán Flygenring - Tjörnin
Kristín Helga Gunnarsdóttir - FíaSól í logandi vandræðum
Ekki láta þig vanta!
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn!