Höfðingi á Hinsegin daga

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir

Aflýst | Höfðingi á Hinsegin dögum

Þriðjudagur 4. ágúst 2020 - Sunnudagur 9. ágúst 2020

Öllum viðburðum á Hinsegin dögum hefur verið aflýst að svo stöddu.

Bókabíllinn Höfðingi tekur þátt í Hinsegin dögum 4.-9. ágúst fullur af hinsegin bókum og skemmtilegum uppákomum. Bókabíllinn verður staðsettur í Tjarnargötunni við Ráðhúsið og er opinn frá kl. 13-18 alla dagana. 

Dragdrottningin Starína verður með sögustundir í bókabílnum og á tveimur söfnum :

Miðvikudagur 5. ágúst kl. 15 – Bókabíll við Ráðhúsið - Tjarnargötu
Fimmtudagur 6. ágúst kl. 13:30 – Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15
Föstudagur 7. ágúst kl. 13:30 – Borgarbókasafnið Kringlunni
Laugardagur 8. ágúst kl. 15 – Bókabíll við Ráðhúsið - Tjarnargötu
 

Rithöfundar koma og lesa upp í bókabílnum :

Þriðjudagur 4. ágúst, kl. 13.15 og 16.15 : Ragnar H. Blöndal og Ari Blöndal Eggertsson
Miðvikudagur 5. ágúst, kl. 13.15 : Elías Knörr
Fimmtudagur 6. ágúst, kl. 13.15 : Eva Rún Snorradóttir / 16.15 : Kristín Ómarsdóttir
Föstudagur 7. ágúst, kl. 13.15 : Guðjón Ragnar Jónason / 16.15 : Lilja Sigurðardóttir
Laugardagur 8. ágúst, kl. 13.15 : Fríða Bonnie Andersen
Sunnudagur 9. ágúst, kl. 13-15 : Sjón, Mánasteinn, hljóðbók