70 ókeypis rafbækur fyrir börn á úkraínsku

Lustro biblioteki, sem er pólskur fréttamiðill fyrir bókasafnsfræðinga, setti saman lista yfir fagurlega myndskreyttar barnabækur á úkraínsku.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA OG HLAÐA NIÐUR MYNDABÓKUNUM

Úkraínskar myndskreyttar barnabækur

Bækurnar eru aðgengilegar þökk sé Osvitoria samtökunum, sem hefur það að markmiði að styðja við og byggja upp menntun í Úkraínu. 

Handhægt efni á öðrum vefsíðum:

Bókasafn úkraínskra bókmennta
Rafbókasafn með úkraínskum bókmenntum, sem hefur verið starfrækt síðan 2000. Markmið þess er að deila úkraínskum bókmenntum með hverjum sem vill lesa þær. Þar má finna ókeypis bækur, safnrit, ævisögur og samtímabókmenntir.

KNIGO GO
Vefsíða með rafbækur á úkraínsku. Sumar hverjar eru ókeypis.

Ókeypis litabækur á úkraínsku 
Hægt að hlaða niður og prenta út.  

Ævintýri á úkraínsku, lesin upp af vinsælu listafólki

Hljóðbækur á úkraínsku

Aðgangur að ævintýrum og sögum 
Nýjum hljóðbút er hlaðið upp á hverju kvöldi klukkan 18:00 (CET) 

Borgarbókasafn Reykjavíkur þakkar Lustro Library, Warsaw, Poland sem birti þessar upplýsingar á vefsíðu sinni.