Hinsegin bókasafn | Átt þú bækur/texta til að lána?

Garg útgáfa, í samstarfi við bókmenntahátíðina Queer Situations, ætlar að opna Loud Cows: A Queer Library eða hinsegin bókasafn á meðan hátíðinni stendur, 22. - 24. ágúst. 

Queer Situations er bókmenntahátíð, sem fer að mestu fram í Salnum í Kópavogi en einnig á Borgarbókasafninu Úlfarsárdal, leggur áherslu á hinsegin bókmenntir í fleiri en einum skilningi. Bækur höfunda sem skilgreina sig sem hinsegin en einnig bókmenntir sem falla út fyrir meginstrauminn. 

Garg útgáfa óskar eftir að fá lánaðar bækur, texta, ástarbréf, ritgerðir eða hverskonar útgáfu sem þér finnst eiga heima á hinsegin bókasafni. Hægt er að koma með efnið í afgreiðsluna á Borgarbókasafninu Grófinni, Gerðubergi, Spönginni eða Sólheimum dagana 8. - 10. ágúst og nálgast það aftur í Salnum í Kópavogi eftir hátíðina. 

Mikilvægt er að merkja efnið vel með nafni og síma og/eða netfangi. Ef þú vilt máttu einnig láta fylgja með lítinn miða með upplýsingum um afhverju þér finnst efnið eiga heima á hinsegin bókasafni og hvaða merkingu það hefur fyrir þig, ásamt, titli og höfundi. 

Nánari upplýsingar hér