Áhugaverðar bækur úr bókaflóðinu

Margir nota tíma yfir hátíðarnar til að lesa. Við báðum safngesti að mæla með bókum og spurðum hvaða bækur stæðu upp úr eftir bókaflóðið. Flestir nefndu nýjar íslenskar skáldsögur, má þar nefna Hamingja þessa heims: riddarasaga eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Ljósagangur eftir Dag Hjartarson og Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur en þetta eru allt dæmi um bækur sem voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Fleiri bækur bæði nýjar og eldri voru nefndar til sögunnar sem áhugaverð lesning, til að mynda Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Brimhólar eftir Guðna Elísson og Guli kafbáturinn eftir Jón Kalman Stefánsson. Einnig mæltu gestir með  sann- og reynslusögum, ævisögu, ferðasögu, glæpasögu og ljóðabókin Mars eftir Sunnevu Kristínu Sigurðardóttur var sögð yndisleg.

Hér að neðan má sjá dæmi um þær bækur sem lesendur voru ánægðir með yfir hátíðirnar.

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 18. janúar, 2023 17:06
Materials