Shilpa Khatri Babbar
Shilpa Khatri Babbar

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Enska
Fræðsla
Spjall og umræður

Indland í brennidepli | Ayurveda og heildræn vellíðan

Sunnudagur 17. nóvember 2024

Á Indlandi felst góð heilsa ekki aðeins í líkamlegu heilbrigði heldur er augum samhliða beint að huganum, andanum, tilfinningunum og umhverfinu. Indversk heimspeki (þ.m.t. Ayurveda) lítur á samhengið á milli alheimsins og alls þess sem er á jörðinni, líka manneskjunnar.

Með hugmyndafræði Ayurveda getum við öðlast skilning á þessari mikilvægu tengingu með því að fá fá innsýn í panch mahābhūta (hina fimm stóru þætti), tri-doṣa (líkamsefnin þrjú) vāta, pitta, kapha), sex bragðefni, viðeigandi dinacaryā (daglega meðferð) og ṛtucaryā (árstíðarbundnar venjur) til að ná heildrænni vellíðan.

Shilpa Khatri Babbar er félagsfræðingur og hefur starfað sem háskólakennari í 25 ár. Hún hefur verið gestakennari og formaður indverskra fræða við Háskóla Íslands frá árinu 2022 á vegum ICCR – Indian Council for Cultural Relations.

Shilpa heldur tvo fyrirlestra í Borgarbókasafninu Grófinni í nóvember en þeir eru framhald af fyrirlestraröð sem haldin var í vor. Fyrir henni er Indland ekki einungis staður á landakortinu heldur líkt og perluband sem myndar þá andlegu, menningarlegu, félagslegu og heimspekilegu þætti sem hafa lagt grunninn að ævafornum siðum og hefðum sem enn eru við lýði í Indlandi.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115