Um þennan viðburð
FULLBÓKAÐ! Sögur | Tónsmíðar
Staðsetning: Verkstæðið, 5. hæð
Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur býður börnum að læra að búa til sitt eigið lag undir leiðsögn Ingvars Alfreðssonar.
Námskeiðið er þrjú skipti, klukkutíma í senn, laugardagana 9. 16. og 23. nóvember. Kennt verður í litlum hópum.
Hópur 1: kl. 11:15-12:15 - Fullbókað!
Hópur 2: kl. 12:15-13:15 - Fullbókað!
Hópur 3: kl. 13:15-14:15 - Fullbókað!
Námskeiðslýsing:
- 9. nóvember: Farið er yfir grunn í tónlistar- og textagerð og í hugmyndavinnu
- 16. nóvember: Börnin vinna að tónlist sinni undir leiðsögn Ingvars
- 23. nóvember: Börnin leggja lokahönd á lagið sitt og undirbúa það til sendingar í samkeppni Sagna.
Ingvar er sjálfstætt starfandi tónlistarmaður, píanóleikari, útsetjari og höfundur. Hann útskrifaðist úr frá Berklee College of Music í Boston, þar sem hann lauk námi í “Contemporary Writing and Production”- sem er blanda af útsetningum, upptökustjórn og lagasmíðum. Hann hefur víða komið við sem hljóðfæraleikari, bæði á sviði og í sjónvarpi og er til að mynda hljómsveitarstjóri og útsetjari Fiskidagstónleikanna á Dalvík, auk annarra stórtónleika. Hann kennir upptökustjórn og samspil Í MÍT og FÍH og starfar einnig sem meðleikari í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz. Þá stjórnar hann barna- og unglingakórum Vídalínskirkju sem og Gospelkór Jóns Vídalíns.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146