Loftfimleikasýning Kría Aerial Arts

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Börn
Sýningar

Ævintýri í Loftinu

Sunnudagur 23. mars 2025

Staðsetning: 1. hæð, Bókatorgið

Kría Aerial Arts kynnir “Ævintýri í Loftinu,” skemmtileg loftfimleikasýning byggð á hefðbundnum ævintýrum sem miðar að því að efla innri styrk og kjark. Sýningarteymið hjá Kríu Aerial Arts mun sýna frábæra hæfileika sína á silkiborðum í þessari frumlegu sýningu sem fagnar vináttu, heiðarleika og valdeflingu.

En það er ekki allt! Þegar sýningin er búin mun teymið bjóða upp á skemmtilega sirkus vinnustofu fyrir börn og ungmenni. Þátttakendur læra nýja hæfni, eflast í samhæfingu og styrkja sjálfstraust til að takast á við áskoranir. Vertu með og lærðu að fljúga!

Ævintýri í loftinu er hluti af sirkus-viðburðaröðinni Side-Flipp, sem hefur stuðning frá Barnamenningarsjóð og Reykjavíkurborg. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við sirkuslistafélagið Hringleik og Borgarbókasafn.

Sýning er gjaldfrjáls og öllum velkomin. Við hlökkum til að sjá þig!

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur

gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100