Brosandi, tannlaus fegurðardís í sóleyjarskrúða? Ruslasafnari á hjara veraldar? Hetja? Verndari utangarðs- og glæpamanna? Til hvaða ráða grípur Anna á Hesteyri þegar til hennar kemur óboðinn gestur um nótt? Hvað fékk hún Landhelgisgæsluna til að gera? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu? Einstök saga. (Heimild: Bókatíðindi)