Inngangsrit um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði. Í bókinni er saman kominn mikill fróðleikur um efni sem bæði lærðir og leikir hafa áhuga á. Farið er yfir helstu svið íslenskra stjórnmála og þau skoðuð í samhengi við hugtök og kenningar stjórnmálafræðinnar. Meðal efnisatriða sem fjallað er um í bókinni eru lýðræði, pólitísk þátttaka, kjósendur og kosningar, stjórnmálaflokkar, stjórnskipun og stjórnarskrá, Alþingi, ríkisstjórn, opinber stjórnsýsla, opinber stefnumótun og sveitarstjórnir. Vísað er í frekari heimildir í lok hvers kafla. (Heimild: Bókatíðindi)