Á undanförnum árum hefur áhugi feðra á meðgöngu og fæðingu stóraukist. Nær allir karlar eru nú viðstaddir fæðingu barna sinna og með nýjum lögum um fæðingar- og foreldraorlof á faðir jafnmikinn rétt og móðir til að annast þau frá fyrstu tíð. Hér er fjallað um spurningar á borð við: Hvert er hlutverk föður meðan á meðgöngu stendur? Hvernig getur hann búið í haginn fyrir fjölgunina? Hvaða ráðstafanir þarf að gera vegna fæðingarorlofs? Hvað ber að gera þegar fæðingin nálgast? Hvernig gengur fæðingin fyrir sig og hvert er hlutverk föðurins þar? (Heimild: Bókatíðindi)