- audio
Ævisaga þessarar einstöku konu seldist upp í þremur upplögum á síðasta ári. Nú er hún loksins komin út á hljóðbók í vönduðum upplestri Þórunnar Hjartardóttur. Inn í upplesturinn hefur verið skeytt hljóðupptökum með litríkri frásögn Önnu Mörtu heitinnar. (Heimild: Bókatíðindi)
- book
Brosandi, tannlaus fegurðardís í sóleyjarskrúða? Ruslasafnari á hjara veraldar? Hetja? Verndari utangarðs- og glæpamanna? Til hvaða ráða grípur Anna á Hesteyri þegar til hennar kemur óboðinn gestur um nótt? Hvað fékk hún Landhelgisgæsluna til að gera? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu? Einstök saga. (Heimild: Bókatíðindi)