- book
Pabbi : bók fyrir verðandi feður (Icelandic)
Hér er greint frá meðgöngu, fæðingu og uppeldi frá sjónarhorni hins verðandi og nýbakaða föður. Bókin veitir yfirlit um þróunarferli fjölskyldunnar frá getnaði og fram eftir fyrsta ári barnsins. Kaflarnir eru sjálfstæðir og má lesa í hvaða röð sem er. Þetta er ný og endurskoðuð útgáfa þessarar athyglisverðu bókar. (Heimild: Bókatíðindi)
- book
Pabbi : bók fyrir verðandi feður (Icelandic)
Á undanförnum árum hefur áhugi feðra á meðgöngu og fæðingu stóraukist. Nær allir karlar eru nú viðstaddir fæðingu barna sinna og með nýjum lögum um fæðingar- og foreldraorlof á faðir jafnmikinn rétt og móðir til að annast þau frá fyrstu tíð. Hér er fjallað um spurningar á borð við: Hvert er hlutverk föður meðan á meðgöngu stendur? Hvernig getur hann búið í haginn fyrir fjölgunina? Hvaða ráðstafanir þarf að gera vegna fæðingarorlofs? Hvað ber að gera þegar fæðingin nálgast? Hvernig gengur fæðingin fyrir sig og hvert er hlutverk föðurins þar? (Heimild: Bókatíðindi)