Hvað er Rafbókasafnið?

Rafbókasafnið er bókasafn á vefnum þar sem finna má fjölda raf- og hljóðbóka af öllu tagi, fyrir alla aldurshópa, á slóðinni rafbokasafnid.is. Í Rafbókasafninu eru glæpir og ástir, ævintýri og ævisögur, myndasögur og bækur um innhverfa íhugun, byltingar, tísku og mataræði. Hægt er að nálgast efnið í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.

Leiðbeiningar

Rafbókasafnið í hnotskurn

  • Rafbókasafnið byggir á OverDrive rafbókaveitunni.
  • Þú þarft gilt bókasafnskort og PIN-númer hjá aðildarsafni.
  • Þú skráir þig inn á Rafbókasafnið með strikamerkisnúmerinu á bókasafnskortinu þínu og PIN-númeri. Þú getur einnig skráð þig inn með Facebook eða sérstökum OverDrive-aðgangi en til þess að fá lánað þarftu að gefa upp númerið á bókasafnskortinu og PIN-númer í fyrsta skipti sem það er gert.
  • Þú getur valið hvort þú færð bók að láni í 7, 14 eða 21 dag.
  • Þú getur haft 5 bækur að láni í einu og sett inn 7 frátektir.
  • Þú getur gert innkaupatillögur. Hægt er að mæla með kaupum á 3 bókum á 14 daga fresti.
  • Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum.  Auðvitað er líka hægt að skila fyrr.
  • Hægt er að lesa rafbækur eða hlusta á hljóðbækur frá Rafbókasafninu í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og því er ekki nauðsynlegt að hlaða niður neinum forritum til þess.
  • Viljir þú lesa eða hlusta án þess að vera nettengd(ur) þarftu að ná þér í Libby appið, OverDrive appið eða Adobe Digital Editions forritið og hlaða bókinni niður.

Libby appið

Libby er nýtt app frá OverDrive.  Libby er fáanlegt í öll helstu snjalltæki og má nálgast það í  Play Store (Android), App Store (IOS) og hjá Microsoft (Windows 10).
Hægt er að kynna sér appið betur á https://meet.libbyapp.com/.

OverDrive appið

OverDrive appið er fáanlegt fyrir iPhone®, iPad®, Android, Chromebook, Windows Phone, Windows 8 & 10, Kindle Fire HD og má nálgast t.d. í veiðeigandi veitum svo sem Play Store og App Store.  Lesa má nánar um appið og sækja það á  http://app.overdrive.com/.

Lesbretti

Hægt er að lesa bækur Rafbókasafnsins á þeim lesbrettum sem notast við ePub formið.  Þetta eru flestar gerðir lesbretta aðrar en Kindle.  Ekki er hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins í Kindle lesbrettum að Kindle Fire undanskildu. Ef ætlunin er að lesa rafbók á lesbretti þarf að stofna Adobe ID-aðgang og hlaða niður Adobe Digital Editions forritinu á tölvu.  Bókinni er svo hlaðið niður í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið.

Kynningarefni

Fréttatilkynning 1.6.2017 (16.0 KB word)

Fréttatilkynning 30.1.2017 (16.0 KB word)

Leiðbeiningar (633 KB) 

Veggspjald (1,04 MB PDF)

Bókamerki (607 KB)

Lógó Rafbókasafnsins

Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar varðandi Rafbókasafnið sendu þá póst á rafbokasafnid [at] reykjavik.is

Athugið að aðildarsöfnum er heimilt að nota leiðbeiningar og kynningarefni á þessari síðu að vild.