Series
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
Að sifjafræði siðferðisins er eitt þeirra rita Nietzsches þar sem hugsun hans er skýrust og beittust. Hann beinir sjónum að hugtökum eins og góðu og illu, sekt og skuld, slæmri samvisku og hugsjónum um að draga sig í hlé frá skarkala lífsins. Verk sem skemmtir og hneykslar, ristir upp og opnar nýjar leiðir í hugsun og lífi. (Heimild: Bókatíðindi)