Series
Sögur frá töfralandinu Narníu #4
Kaspían konungsson er ein hinna heimsfrægu ævintýrabóka C.S. Lewis um töfralandið Narníu. Og nú hittum við aftur fjórmenningana Pétur, Súsönnu, Játvarð og Lúsíu sem við kynntumst í sögunni um Ljónið, nornina og skápinn. Þau eru kölluð til hjálpar hinum unga konungssyni, Kaspían, réttbornu konungsefni Narníu. Hann á í höggi við hinn grimma Míras sem heldur Narníu í heljargreipum. Það reynir mikið á þolrif barnanna í þessu magnaða ævintýri og enn á ný kemur ljónið Aslan þeim til bjargar. (Heimild: Bókatíðindi)