Series
Sögur frá töfralandinu Narníu #3
Fjölvi heldur áfram útgáfu hins sívinsæla bókaflokks um töfralandið Narníu. Í þessari sögu eru aðalsöguhetjurnar hesturinn Breki og drengurinn Sjasta. Þeir flýja í skyndingu frá hinu grimma landi Kalormen og ferðast yfir eyðimörkina miklu á leið til töfralandsins Narníu þar sem hjálp er vís. Á leiðinni lenda þeir í ótrúlegustu ævintýrum og verulega reynir á kjark þeirra og þor. (Heimild: Bókatíðindi)