Bækur C.S.Lewis um töfraheiminn Narníu eru heimsfrægar og sívinsælar og Fjölvaútgáfan hefur nýverið fengið útgáfuréttinn á Íslandi. Fyrsta bókin í Narníu-flokknum, Ljónið, nornin og skápurinn kemur hér út í fagurlega myndskreyttri og styttri útgáfu svo yngri lesendurnir geti notið þessa undursamlega ævintýris. (Heimild: Bókatíðindi)