Series
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
Þetta er eitt höfuðverk vestrænnar heimspeki. Höfundur færir sönnur á tilveru Guðs og greinarmun sálar og líkama. Þessar röksemdir um tvær af stærstu gátum mannsandans þóttu afar nýstárlegar, mættu sterkri andstöðu og ollu hatrömmum deilum. Descartes ummyndar hina kristilegu hugleiðingahefð, gerir úr henni rökmálslist sem þjónar traustum og áreiðanlegum vísindum. Textinn er rómaður fyrir skýrleika og látleysi. Í inngangi er textinn settur í samhengi við hræringar í andlegu lífi í Evrópu og á Íslandi á 17. öld. (Heimild: Bókatíðindi)